Tuesday, April 15, 2014

STREET STYLE - INSPO

Páskahretið komið sem þýðir að það styttist óðum í sumarið :)
Smá street style inspiration í tilefni þess.


Edit Ómars

MATUR - DO'S & DONT'S

Þegar kemur að mat reyni ég alltaf að velja hollari kostinn.
Ég reyni alltaf að undirbúa matseðil vikunnar fyrirfram, þannig spararu bæði pening og tíma.
Ég fer í eina stóra innkaupaferð og kaupi allt sem ég þarf að eiga fyrir vikuna, svo skrepp ég einungis út í búð til að kaupa ferskt grænmeti eða mjólk þar á milli.
Matseðillinn samanstendur af ósköp venjulegum heimilismat í aðeins hollari búning.
Kjötbollur t.d, ég geri þær sjálf í staðinn fyrir að kaupa þær út í búð, þannig ég veit ég hvað er í þeim og get laumað smá grænmeti með í þær eins og spínati, sem stelpurnar mínar borða ekki.
Pitsan er heimatilbúin, hef oftast soðinn fisk en ef mig langar í fiskrétt þá geri ég hann sjálf í staðinn fyrir að kaupa hann tilbúinn. Ég er ekki alltaf með heitann mat á kvöldinn, ég hef snarl annanhvorn dag, þá eru bara afgangar eða skyr og brauð og svona. Þannig fer ekkért til spillis og minna sem þarf að henda.
Auðvitað panta ég stundum pítsu og stundum er ég með pylsur eða hamborgara, það má ekki alveg skera allt svona út af matseðlinum, en reglan "allt er gott í hófi" gyldir.

Hér koma nokkur do's og dont's sem ég tók saman, hvaða vöru skal velja í staðinn fyrir þá óhollu! :)

Í staðinn fyrir hvít hrísgrjón vel ég alltaf bankabygg, þó svo ég hafi einstaka sinnum hýðishrísgrjón.
Bankabyggið er alveg ótrúlega skemmtilegt að því leiti að þú getur notað það í svo margt, stelpurnar mínar eru sjúkar í bankabygg!

Ég er ekki mikið fyrir skyndibita, eini skyndibitinn sem ég er sökker fyrir eru franskar...ég eeelska franskar.
En muuun hollar útgáfa af frönskum eru heimatilbúnar sætkartöflu franskar, og ég get sagt ykkur það að þær eru sko alls ekki verri!
Ég kaupi aldrei venjulegar kartöflur, ég nota sætar kartöflur alltaf.
Súkkulaði, hver elskar ekki súkkulaði?
Ef þú dettur í nammigírinn þá er gott að eiga inn í frysti hollt súkkulaði sem þú útbjóst sjálf/ur.
Í staðinn fyrir að fara út í sjoppu og kaupa snickers skaltu gera þitt eigið snickers, mun hollara og betra.
Ég vel heilhveiti fram yfir hvítt, ég kaupi aldrei hvítt brauð eða hvítt hveiti (nema fyrir afmælisveislur).
Að sjálfsögðu er best að baka sitt eigið brauð því þannig veistu fyrir víst hvað þú ert að láta ofan í þig.Ef þú dettur í snakkgírinn á kvöldin þá er gott að skera niður tómata og gúrku, henda kanski smá kryddi yfir (frá pottagöldrum) eða örlítið af maldon salti og snarla á því í staðinn fyrir að detta ofan í transfitusnakkið.
Mun hollari kostur og svalar algjörlega snakkþörfinni!Ég gæti talið upp endalaust en ég læt þetta duga í bili.
Þetta snýst allt um það að það er alltaf hægt að velja hollari kostinn sem er engu síðri.
Notið hugmyndaflugið, eftir smá tíma kemst þetta upp í vana og verður ótrúlega skemmtileg og bragðgóð rútína!

XOXO
Edit Ómars

Monday, April 14, 2014

ERTU Á BYRJUNARREIT?

Vá...ég vil byrja á að þakka ykkur elsku fólk fyrir viðbrögðin við þessari færslu. En það voru um 2000 manns sem lásu hana!
Þó svo að ég hafi ekki komið öllu fyrir í færslunni sem ég hefði viljað segja þá komst hún ágætlega til skila og hafði góð áhrif, sem er bara frábært :)
En að hreyfa sig og lyfta lóðum þarf ekki endilega að þýða að þú sért að reyna að grenna þig eða móta þig eða sért í "átaki". Lyftingar geta hjálpað við svo ótal margt fleyra eins og líkamlega galla.
Ég hef alltaf verið með hryggskekkju, frá því ég man eftir mér. Eftir að ég byrjaði að lyfta hefur líkamsstaðan bæst svo um munar, það er ótrúlegt hvað hægt er að gera við líkamann og hvað mannslíkaminn getur gert.
Þannig hugsum vel um okkur, hugsum vel um líkamann sem við eigum því við fáum bara einn!


Það hafa margir sagt við mig að þeim langi til að byrja að hreifa sig en séu hræddar um að missa áhugann eftir smá stund eins og hefur alltaf gerst hjá þeim.
Við höfum öll lent í því að gefast upp, í hverju sem við tökum okkur fyrir hendur. En með þrjósku og þrautsegju er ekkért mál að komast í gegnum þetta tímabil.
Ýttu litla rauða púkanum af öxlinni þinni sem segjir við þig að þetta gangi ekki upp og að þetta sé bara tímasóun, ekki hlusta á hann!


Eins og ég sagði í færslunni þá er svo margt annað sem líkamsræktin gerir fyrir mann heldur en bara að breyta líkamanum. Þetta hefur gríðarleg áhrif á andlegu hliðina. Ef þér finst eins og að árangurinn sé ekki mælanlegur í cm strax þá skaltu skoða hið innra, líðanina. Ertu ekki orkumeiri? Líður þér ekki betur? Ertu ekki með sterkara sjálfstraust? Um leið og þú hefur áttað þig á árangurinn er nú þegar kominn þá verður ánægjan svo rosa mikil að hún ýtir þér ennþá meira af stað.

Fyrstu mánuðurnir eru erfiðastir, að koma sér af stað og gera þetta að rútínu og lífsstíl en ekki eitthverri skildu. Fyrstu mánuðurnir eru erfiðastir því árangurinn er kanski ekki mælanlegur í cm eins og ég tók fram áðan. Til þess að taka skref í rétta átt og byrja að hreifa sig er gott að taka til í hausnum, ýta öllum neikvæðum hugsunum til hliðar og einbeita sér að þeim jákvæðu. bara í hverju sem er, ef þú ert með fullan vask af óhreynu leirtaui skaltu ekki hugsa "ohhh ég nenni ekki að vaska þetta upp" þú skalt frekar taka pollýönnu á þetta og segja "mikið hlakka ég til að fá hreint leirtau, best að byrja strax".
Gerðu alla neikvæða hugsun um daglegt líf að jákvæðri, það er fyrsta skrefið í rétta átt.
Taktu hænuskref, byrjaðu á að taka til í mataræðinu og fara út í stutta göngu eða hjólatúra. Við höfum öll heyrt þá rumsu að ef við byrjum of geist þá er mesta hættan á að fólk gefist upp.
Þess vegna er best að byrja hægt, það er hugarfarið sem er númer 1 2 og 3.


Tilfinningin bara við það að komast yfir uppgjafar tímabilið er ótrúlega góð, það er ákveðin sigur útaf fyrir sig.
Þér finst þú geta ALLT, eins og ég er búin að tyggja á hér þá hefur þetta ekki bara áhrif líkamlega séð heldur líka bara í daglegu lífi, vellíðanin verður svo mun meiri.

Ég vona að eitthver hafi nennt að gefa sér tíma til að lesa þessa færslu og ég vona að hún hjálpi þér að komast af stað í hverju sem það er sem þú ætlar þér að taka fyrir hendur.


Njótið vikunnar =)

Edit ÓmarsSunday, April 13, 2014

PÁSKA - RÆKTARDRESSIÐ

Ég tók saman nokkur vel valin, þægileg og flott ræktarföt sem eru extra páskaleg og smart.
Ég viðurkenni að ég á nú þegar eitthvað af þessum flíkum, en mér þykir svo gaman að vera í flottum OG þægilegum fötum í ræktinni, ég er mjög vandlát þegar ég vel mér ræktarföt þannig ég get staðfest það að allar þessar flíkur eru virkilega góðar :)

Ég kaupi mér reglulega ný föt í ræktina, mér finst svo gaman að vera þægilegum en flottum ræktarfötum. Það heldur mér gangandi, ég held því fram að ef þú kaupir þér flott íþróttaföt fyrir aðeins meiri pening þá "neyðistu" til að fara og þræla þér út í ræktinni fyrir þeim... ;)
Under Armour - þessi klassíski - mjög þægilegir bolir og halda sér vel!

Under Armour - Æfingapeysa - Langar miiikið í hana!

Maður má láta sig dreyma ;)

Under Armour - Loose fit - ótrúlega þægilegur og flottur!

Hér er ég í loose fit topnum, buxurnar eru frá Adidas.


Nike - kósý peysa - hún er á óskalistanum þessi!


Nike - Þröngur toppur - léttur og þunnur!


Nike - fyrir þær sem þora - ótrúlega þægilegar, ég nota mínar mikið!

Þær lífga upp á hversdagsleikann ;)

Nike Free Training Fit 4

Under Armour Charge RC 2

Under Armour hárbönd -  punkturinn yfir i-ið

Thursday, April 10, 2014

H&M ÞRÁ

Já ég mun aldrei eiga nóg af fötum eða fylgihlutum...that's a fact! 
Ég þrái núna að komast út og kíkja í H&M..ætli ég verðlauni mig ekki í maí þegar ég hef skilað af mér BS ritgerðinni og skreppi í heimsókn til Mömmu og Pabba til Noregs!..hver veit! :-) 

En ég var að skoða inná H&M síðunni..og það er allt of margt fallegt! 


Og já þetta er bara brotabrot af því sem mér finnst fallegt núna hjá H&M!! 

XXX
Helena